Frank Lampard er sagður hafa spjallað við Havertz um skiptin og eru engin persónuleg vandamál hjá Havertz varðandi skipti til Chelsea. Lundúnarliðið hefur verið í forystunni í kapphlaupinu um Havertz en lið eins og Real Madrid og Bayern Munchen eru einnig sögð hafa áhuga. Þá ætti verðmiðinn á miðjumanninum ekki að vera vandamál fyrir Chelsea en sagt er að Leverkusen vilji fá 73 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Það er engin furða að Havertz sé eftirsóttur en hann hefur gert mjög góða hluti með Bayern Leverkusen. Hann hefur skorað 17 mörk í öllum keppnnum auk þess sem hann hefur lagt upp 8 mörk.
Þó svo að Havertz hafi verið sagður vilja fara til Real Madrid þá er það ólíklegt að spænsku deildarmeistararnir muni kaupa svo dýran leikmann að svo stöddu. Stjórnendur Real hafa gefið það út að peningamálin séu ekki góð hjá félaginu. „Ástandið er mjög slæmt og það verða engin stór kaup gerð.“