fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Gylfi þaggaði niður í pirruðum stuðningsmönnum með sigri – Markalaust í Brighton

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. júlí 2020 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, var í byrjunarliði Everton gegn Sheffield United í dag. Ekki nóg með það að Gylfi byrjaði leikinn þá var hann einnig fyrirliði Everton.

Það þótti mörgum stuðningsmönnum Everton það vera fáranlegt að gefa Gylfa fyrirliðabandið í dag. „Er þetta brandari?“ spurði einn stuðningsmaður Everton. „Svo þú getur bara fengið fyrirliðabandið fyrir að ganga um völlinn í hverjum leik og bent á aðra. Ég skil þetta bara ekki.“ Fleiri stuðningsmenn Everton lýstu yfir óánægju sinni. „Gylfi er birtingarmynd alls þess sem er ekki í lagi hjá Everton á þessari stundu og nú er hann fyrirliði. Þetta félag er algjört klúður,“ sagði annar stuðningsmaður.

Það heyrist eflaust ekki jafn hátt í þessum stuðningsmönnum núna þar sem Everton náði að sigra spútnik lið Sheffield United með einu marki gegn engu. Auk þess sem Gylfi stýrði liðinu til sigurs í leiknum þá lagði hann líka upp eina mark Everton. Gylfi spilaði nánast allan leikinn en fór út af þegar einungis 2 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Stuðningsmenn Tottenham, Wolves og Manchester United eru eflaust glaðir með niðurstöðu leiksins þar sem Sheffield er nú búið að missa af baráttunni um Evrópusæti.

Í dag fór einnig fram leikur Brighton og Newcastle en sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Hefur það litla þýðingu fyrir bæði lið þar sem hvorugt þeirra var í fallhættu né í baráttu um efstu sætin. Liðin skilja eflaust sátt þar sem þau fá bæði að spila í efstu deild Englands á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning