„Er þetta brandari?“ spyr einn stuðningsmaður Everton. „Svo þú getur bara fengið fyrirliðabandið fyrir að ganga um völlinn í hverjum leik og bent á aðra. Ég skil þetta bara ekki.“ Fleiri stuðningsmenn Everton lýsa yfir óánægju sinni vegna þessa. „Gylfi er birtingarmynd alls þess sem er ekki í lagi hjá Everton á þessari stundu og nú er hann fyrirliði. Þetta félag er algjört klúður,“ segir annar stuðningsmaður.
Everton hefur ekki gengið alveg nógu vel á tímabilinu en liðið situr þessa stundina í 12. sæti deildarinnar með 46 stig í 36 leikjum. Þá hefur liðið skorað 42 mörk en fengið á sig 53 mörk á tímabilinu. Gylfi hefur ekki staðið sig jafn vel og á síðasta tímabili en hann hefur einungis skorað 2 mörk og lagt upp 2 önnur í 34 leikjum.