fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Telja að Eiður taki við FH-liðinu einsamall á næsta tímabili – „Hann er ekki reynslumikill þjálfari“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 11:29

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við FH í vikunni og stýrðu þeir liðinu til sigurs í fyrsta leiknum gegn Fjölni í gær. Eiður er af mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann lék með Chelsea undir stjórn Mourinho og með Barcelona undir stjórn Frank Rijkaard. Þrátt fyrir mikla reynslu á vellinum þá er Eiður enn að stíga sín fyrstu skref í þjálfun.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 var rætt um þessa nýju þjálfara FH. „Hann er ekki reynslumikill þjálfari,“ sagði Baldvin Már Borgarsson, fréttaritari og aðstoðarþjálfari Ægiss, um Eið Smára. Baldvin heldur að Eiður sé að koma í þjálfunina með Loga með því að leiðarljósi að taka sjálfur við liðinu eftir þetta tímabil. Logi er gríðarlega reynslumikill þegar kemur að þjálfun en hann þjálfaði FH upp úr aldamótum. Þá hefur hann líka þjálfað íslenska landsliðið, ÍA, Selfoss, KR og Víking.

Elvar Geir Magnússson, ritsstjóri Fótbolta.net, segir að það gæti vel verið að Eiður muni taka næsta tímabil einsamall. „Hann ætlar sér flotta hluti í þjálfun. Maður hefur heyrt að hann sé með mjög öflugar æfingar,“ segir Elvar og ítrekar það hvað Eiður hefur mikla reynslu, auk þess hve stórt þetta er fyrir Pepsi Max-deildina.

„Ég vona að þetta sé einhver hugsun hjá FH að fá Eið inn með einhverjum reynslubolta því hann hefur ekkert þjálfað. Hann hefur örugglega eitthvað fáránlegt æfingasafn frá því að hann var að spila fyrir Frank Rijkaard og Mourinho. Hann er örugglega með góðan gagnagrunn. Hann hefur þetta. Hann getur klárlega orðið frábær þjálfari, en hefur ekki reynsluna.“

Rætt var við Valdimar Svavarsson, formann knattspyrnudeildar FH, í þættinum um ráðninguna. Valdimar segir að honum finnist þetta vera mjög spennandi lausn. „Logi er einn af fjölskyldunni og hefur mikið verið í kringum félagið í gegnum tíðina. Hann þekkir innviðina, félagið og liðið. Hann kemur með reynslu og þekkingu. Svo er Eiður með sína þekkingu, reynslu og dínamík. Hann á framtíðina fyrir sér sem þjálfari,“ sagði Valdimar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín