fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Svona er líklegast að enska deildin endi – 59% líkur á að Arsenal missi af Evrópu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 18. júlí 2020 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að  einungis tvær umferðir eru eftir af ensku deildinni þá er alls ekkert víst hvaða lið komist í Meistara- og Evrópudeildina.

Það er ljóst að Manchester United, Chelsea og Leicester geta ekki öll náð Meistaradeildarsæti en eitt þessara liða mun þurfa að spila í Evrópudeildinni á næsta ári. Þá er samkeppnin um Evrópudeildarsætin mjög hörð en Tottenham, Wolves, Arsenal og Sheffield United eiga öll möguleika á að krækja sér í Evrópudeildarsæti. Einungis eitt þessara liða mun þó ná því og því er það mikilvægt fyrir öll þessi lið að sækja alla mögulega punkta í síðustu tveimur leikjunum.

DailyMail deildi í dag töflu frá StatsPerform þar sem búið er að reikna út líkurnar á því hvar lið enda í deildinni. Samkvæmt töflunni eru til dæmis tæplega 69% líkur á því að Leicester nái ekki Meistaradeildarsæti. Þá eru 59% líkur á að Arsenal missi af því að spila í Evrópudeildinni á næsta ári en líklegast þykir að annað hvort Tottenham eða Wolves tryggi sér Evrópudeildarsæti.

Fallbaráttan er í enn fullum gangi þar sem fjögur lið eiga á hættu að elta Norwich niður um deild. Líklegast þykir að Annað hvort Aston Villa eða Bournemouth falli en báðum liðum eru gefnar tæplega 50% líkur á falli.

Líkindatöfluna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“