fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Þróttur R. hefur ekki unnið deildarleik í tæpt ár – Fengu á sig fjögur mörk á 20 mínútna kafla í kvöld

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. júlí 2020 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur tók á móti Keflavík í Laugardalnum í dag. Þróttarar voru stigalausir fyrir leikinn en liðið hefur ekki náð að sækja neina punkta í fyrstu leikjum mótsins. Leikurinn í kvöld átti ekki eftir að breyta því.

Keflavík var ekki lengi að brjóta ísinn en á 4. mínútu skoraði Joey Gibbs fyrsta mark þeirra. Það var þó bara byrjunin því á næstu 20 mínútum átti Keflavík eftir að skora þrjú önnur mörk. Næstu tvö mörk skoraði Adam Pálsson og Joey Gibbs skoraði síðan annað mark á eftir honum. Eftir 26 mínútur voru Keflavíkurmenn komnir með fjögurra marka forustu en þeir héldu henni þar til flautað var af. Þróttarar uppskáru ekkert nema tvö gul spjöld í leiknum.

Eins og áður kemur fram hafa Þróttarar tapað öllum leikjum sínum það sem af er á tímabilinu. Þegar að er gáð má reyndar sjá að Þrótti hefur ekki tekist að vinna leik í 1. deildinni í tæplega ár en liðið vann síðast í deildinni þann 30. júlí í fyrra. Ljóst er að Þróttarar þurfa að gera mun betur svo liðið verði ekki í fallbaráttu þegar líður á sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hættur og er að taka við brasilíska landsliðinu

Hættur og er að taka við brasilíska landsliðinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bayern Munchen er meistari 2025

Bayern Munchen er meistari 2025
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom