fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Messi ósáttur með niðurstöðu gærkvöldsins – „Við þurfum að breyta miklu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. júlí 2020 10:26

Lionel Messi, eldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi er ekki sáttur með liðsfélaga sína en liðið tapaði leik sínum gegn Osasuna í gær. Á sama tíma vann Real Madrid sinn leik og þar með deildina.

„Við vildum ekki enda tímabilið svona en þetta gefur skýra sýn í það hvernig tímabilið er búið að vera,“ sagði Messi eftir leikinn. „Við vorum mjög óstöðugt og mjög slappt lið.“

Messi segir að liðið verði að líta í eigin barm eftir tímabilið. „Við erum Barcelona og við verðum að vinna allt. Við getum ekki horft á Real Madrid, þeir gerðu vinnuna sína en við höfum hjálpað þeim mikið.“

Þá er Messi einnig efins um möguleika liðsins til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli í fyrri leik 16-liða úrslitanna. Barcelona verður því að vinna ítalska liðið eða gera 0-0 jafntefli til að komast áfram. „Ef við viljum vinna Meistaradeildina þá þurfum við að breyta miklu. Ef við höldum svona áfram þá munum við tapa gegn Napoli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Dramatík er ÍBV vann KR

Besta deildin: Dramatík er ÍBV vann KR
433Sport
Í gær

Ákveðnir í að fá Fernandes frá United í sumar

Ákveðnir í að fá Fernandes frá United í sumar
433Sport
Í gær

Reyndi allt til að ná konunni til baka en hún heimtar skilnað – Fékk nóg eftir þessa ákvörðun í desember

Reyndi allt til að ná konunni til baka en hún heimtar skilnað – Fékk nóg eftir þessa ákvörðun í desember
433Sport
Í gær

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Hann mun líklega fara annað 2026″

,,Hann mun líklega fara annað 2026″
433Sport
Í gær

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum