fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Zlatan gefur í skyn að Milan sé ekki nógu gott fyrir hann: ,,Ibra ekki leikmaður fyrir Evrópudeildina“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, hefur engan áhuga á að spila með liðinu í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Zlatan er 38 ára gamall en hann kom til Milan í byrjun árs og hefur síðan þá skorað sex mörk.

Ólíklegt er að Milan komist í Meistaradeildina og gæti það þýtt að sænski framherjinn sé að kveðja.

,,Ibra spilar til þess að vinna eitthvað, ef ekki þá er hann heima hjá sér,“ sagði Zlatan í blaði La Gazzetta dello Sport.

,,Þeir sögðu mér að það væri of auðvelt að hætta í Bandaríkjunum svo ég kom aftur til Milan. Ég er hérna vegna ástríðu og er nánast að spila frítt.“

,,Svo byrjaði COVID tímabilið og allt stoppaði. Ég hugsaði með mér að kannski væri verið að segja mér að hætta.“

,,Sem betur fer komumst við aftur á völlinn. Eftir tvo daga var ég tilbúinn að koma aftur í liðið. Ibra er þannig.“

,,Ibra fæddist til þess að spila fótbolta og er ennþá sá besti. Við sjáum hvernig mér líður eftir tvo mánuði. Við sjáum líka hvað gerist hjá félaginu. Ef staðan er svona þá er ólíklegt að ég verði hjá Milan á næstu leiktíð.“

,,Ibra er ekki leikmaður fyrir Evrópudeildina og Milan er ekki félag sem á heima þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist vera hugrökk prinsessa og fékk mikið skítkast í kjölfarið – ,,Þú ert engin helvítis prinsessa, þú ert hóra“

Segist vera hugrökk prinsessa og fékk mikið skítkast í kjölfarið – ,,Þú ert engin helvítis prinsessa, þú ert hóra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leeds vann deildina og Guðlaugur Victor féll – Luton féll annað árið í röð

Leeds vann deildina og Guðlaugur Victor féll – Luton féll annað árið í röð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Orða Antony við risaskref í sumar

Orða Antony við risaskref í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið
433Sport
Í gær

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika