fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

KR borgar laun næstu mánaðarmót – Skulda engum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Kristjánsson formaður KR hefur staðfest að leikmenn liðsins hafi ekki fengið greidd laun síðustu mánuði en að þeir fái borgað um næstu mánaðamót. KR réðst í nokkuð drastískar aðgerðir vegna kórónuveirunnar og samdi félagið við leikmenn um að gefa eftir laun á meðan veiran hefði áhrif á fjárhag félagsins.

Kristján Óli Sigurðsson greindi frá málinu í Dr. Football í dag. „Frá 15 mars hefur ekkert verið greitt. Menn beðnir um að afskrifa, ég er með skjáskot af tölvupósti til leikmanns.“

Meira:
Kristján segir stöðuna svarta í Vesturbæ – „Frá 15 mars hefur ekkert verið greitt“

Páll segir að endursamið hafi verið við leikmenn. „Við sömdum við leikmenn upp á nýtt þegar þetta var fyrirsjáanlegt. Við sömdum við alla leikmenn og tókumst á við einstakar aðstæður með afdrifaríkum hætti. Við greiðum öll laun næstu mánaðamót,“ sagði Páll í samtali við DV í dag.

Páll segir KR ekki skulda neinum enda hafi verið samið um að gefa eftir laun. „Við erum ekki í skuld við neinn leikmann. Við settumst niður með hverjum og einum og sömdum um þetta.“

„Við stöndum við þá samninga sem við gerum og borgum laun næstu mánaðamót.“

Páll segir KR ekki vera að skoða að fá inn leikmann. „Fótboltalið er lifandi heimur, við erum með fínt lið og erum ekki líklegir til að bæta við leikmönnum.“

Kristján Óli hefur birt bréfið sem KR sendi á leikmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“