Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gat brosað í kvöld eftir leik við Sheffield United.
United vann sannfærandi 3-0 heimasigur á Sheffield þar sem Anthony Martial skoraði þrennu.
,,Við sköpuðum nógu mikið af færum til að vinna með fleiri mörkum. Í öðrum leikjum sköpum við nóg til að vinna en nýtum það ekki,“ sagði Solskjær.
,,Við þurfum að nýta þessi tækifæri og síðustu sendinguna. Við þurfum að vera aggressívari með sendingunum.“
,,Ég er mjög ánægður fyrir hönd Martial. Fyrst er hann tilbúinn í boxinu, fyrir fyrirgjafin. Við höfum unnið í hreyfingunum og að vera þolinmóður í teignum.“