Paul Pogba er í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn á þessu ári er liðið tekur á móti Sheffield United klukkan 17:00.
Enska úrvalsdeildin er á fullu skriði eftir langa pásu vegna kórónuveirunnar.
United þarf á sigri að halda til að eiga veika von á Meistaradeildarsæti í lok móts en liðið er fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu.
Á sama tíma mætast Norwich og Everton og er Gylfi Þór Sigurðsson áfram á tréverki Everton.
Byrjunarliðin eru hér að neðan:
Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, Matic, Pogba, Fernandes, Greenwood, Martial, Rashford
Sheffield United: Moore, Jagielka, Basham, Robinson, Baldock, Stevens, Norwood, Fleck, Lundstram, McGoldrick, Mousset.