FH er komið áfram í Mjólkurbikar karla eftir leik við Þrótt Reykjavík á útivelli í kvöld.
Morten Beck var allt í öllu hjá FH en hann skoraði tvennu í 2-1 sigri og er FH komið í 16-liða úrslit.
Á sama tíma áttust við Fjölnir og Selfoss í fjörugum leik en þar voru fimm mörk á boðstólnum.
Fjölnir hafði að lokum betur eftir að hafa lent tvisvar undir og tryggði sigurmark í seinni hálfleik.
Fjölnir 3-2 Selfoss
0-1 Guðmundur Tyrfingsson
1-1 Ingibergur Kort Sigurðsson
1-2 Valdimar Jóhannsson
2-2 Viktor Andri Hafþórsson
3-2 Jón Gísli Ström
Þróttur 1-2 FH
0-1 Morten Beck
1-1 Djordje Panic
1-2 Morten Beck