Manchester United vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Old Trafford.
United fékk Sheffield United í heimsókn en Sheffield hefur ekki byrjað vel eftir að deildin fór af stað á ný.
Anthony Martial átti stórleik fyrir United í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 heimasigri.
United lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og er tveimur stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti.
Gylfi Þór Sigurðsson lék á sama tíma með Everton sem vann góðan 1-0 útisigur á Norwich.
Gylfi kom inná sem varamaður í seinni hálfleik en Michael Keane skoraði eina mark leiksins.
Wolves vann þá 1-0 sigur á Bournemouth og Newcastle og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli.
Manchester United 3-0 Sheffield
1-0 Anthony Martial(7′)
2-0 Anthony Martial(44′)
3-0 Anthony Martial(74′)
Norwich 0-1 Everton
0-1 Michael Keane(55′)
Wolves 1-0 B’mouth
1-0 Raul Jimenez(60′)
Newcastle 1-1 Aston Villa
1-0 Dwight Gayle(68′)
1-1 Ahmed Elmohamady(83′)