fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Lætur ekki niðurlægja sig oftar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham vann nokkuð sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti West Ham. Það var búist við sigri heimamanna í gær en liðið er að berjast fyrir Evrópusæti á næstu leiktíð.

Fyrsta mark leiksins kom á 64. mínútu er Tomas Soucek skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark fyrir West Ham. Staðan var 1-0 þar til á 82. mínútu en þá tvöfaldaði Harry Kane forystu Tottenham í leik sem lauk 2-0.

Tanguy Ndombele franskur miðjumaður Tottenham var enn á ný ónotaður varamaður í leiknum en svo virðist em hann og Jose Mourinho stjóri liðsins séu í stríði.

Mourinho hefur reglulega gagnrýnt Ndombele og formið hans, samkvæmt ESPN hefur Ndombele fengið nóg og tjáði hann Mourinho í upphafi vikunnar að hann vildi burt.

Ndombele var keyptur til Tottenham síðasta sumar fyrir háa upphæð frá Lyon. Hann var keyptur af Mauricio Pochettino og kann illa við lífið hjá Mourinho.

Ndombele vill ekki láta niðurlægja sig meira, hann kveðst vera í frábæru formi þvert á orð Mourinho.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Danskur kantmaður í raðir Víkings

Danskur kantmaður í raðir Víkings
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Í gær

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí
433Sport
Í gær

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu