Skagamenn eru komnir áfram í Mjólkurbikar karla eftir dramatískan leik við Kórdrengi í kvöld.
Kórdrengirnir stóðu svo sannarlega í ÍA og komst tvisvar yfir í leik sem gestirnir unnu að lokum 3-2.
Venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli og tryggði Stefán Teitur Þórðarson liði ÍA sigur í framlengingu.
Nú rétt í þessu var svo leik Stjörnunnar og Leiknis F. að ljúka en þar vann Stjarnan öruggan 3-0 sigur.
Kórdrengir 2-3 ÍA
1-0 Magnús Þórir Matthíasson
1-1 Viktor Jónsson
2-1 Einar Orri Einarsson
2-2 Hlynur Sævar Jónsson
2-3 Stefán Teitur Þórðarson
Stjarnan 3-0 Leiknir F.
1-0 Emil Atlason
2-0 Martin Rauschenberg
3-0 Kristófer Konráðsson