Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður í kvöld fyrir lið Aalesund sem mætti Brann.
Hólmbert elskar fátt meira en að skora mörk og tryggði hann sínum mönnum stig með marki á 72. mínútu leiksins.
Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson léku einnig í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli.
Emil Pálsson átti engan draumaleik á sama tíma fyrir Sandefjord sem tapaði 2-0 gegn Stabæk.
Emil fékk að líta rautt spjald á 59. mínútu en hann fékk tvö gul spjöld á stuttum tíma. Viðar Ari Jónsson kom inná sem varamaður í tapinu.
Matthías Vilhjálmsson skoraði þá eina mark Valeranga úr vítaspyrnu er liðið tapaði sannfærandi 4-1 gegn Odd.