Arnór Borg Guðjohnsen stimplaði sig rækilega inn í kvöld er lið Fylkis mætti ÍH í Mjólkurbikarnum.
Goðsögnin Arnór Guðjohnsen er faðir Arnórs en hann er 19 ára gamall og þykir mjög efnilegur.
Arnór hefur undanfarin ár spilað með unglingaliði Swansea en mætti heim fyrir tímabilið.
Strákurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í kvöld er Fylkir vann sannfærandi 8-0 útisigur.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Arnóri í sumar en hann var áður í yngri flokkum Breiðabliks