Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé engin spurning um það hver sé besti leikmaður heims.
Guardiola er hrifinn af sínum manni, Sergio Aguero, sem hefur raðað inn mörkum fyrir City síðustu ár.
Þrátt fyrir að vera hrifinn af Aguero þá kemst hann ekki nálægt Lionel Messi, leikmanni Barcelona, að sögn Guardiola.
,,Sá besti er Messi. Messi er besta nían, tían, ellefan, sjöan, fimman og fjarkinn,“ sagði Guardiola.
,,Sergio tilheyrir hinum hópnum og þar er hann við toppinn. Ég hef sagt það margoft, hann mun skora mörk á dánrbeðinu, það er hans hæfileiki.“