fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Dæmdir í samtals 85 ára fangelsi – Ógnuðu naktri konu með ungabarn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt fimm karlmenn í samtals 85 ára fangelsi, þeir brutust meðal annars inn hjá Demarai Gray kantmanni Leicester og unnusta hans Emma Hickman í mars á þessu ári, Gray var ekki heima þegar brotist var inn. Gray er þekkt stærð í knattspyrnuheiminum og hefur spilað fyrir yngri landslið Englands.

Innbrot þessara félaga stóðu yfir í hálft ár og var fjöldi innbrota rannsakaður sem tengdist þeim.

Emma segir frá því að hún hafi verið nakinn að hugsa um sex vikna gamalt barn þeirra þegar mennirnir fjórir brutust inn. Dómarinn telur að innbrotsþjófarnir hafi notað Google til að finna út úr því hvar Gray ætti heima. Þeir stálu 24 þúsund pundum í reiðufé og skartgripum þegar þeir brutust inn. Gray var ekki heima en Emma var í áfalli, innbrotið átti sér stað um hábjartan dag.

,Ég var sofandi þegar þeir komu inn í svefnherbergi, ég vissi ekki hvað var í gangi fyrr en ég sá mann með hníf. Ég var ekki í neinum fötum og var áfram undir sæng bara,“ sagði Emma.

Mennirnir öskruðu á Emma sem var að hugsa um sex vikna barnið þeirra. ,,Þeir sögðu mér að hreyfa mig ekki, spurðu hvar peningar og skartgripir væru. Ég sagði þeim að það væru peningar í vinstri skúffunni.“

,,Þeir voru allir vopnaðir, einn var með appelsínugulan hníf. Þetta var eins og sverð. Rolex úrið mitt var á náttborðinu, þeir sögðu að unnusti minn gæti bara keypt nýtt. Ég var í miklu áfalli.“

Á meðal þeirra sem brutust inn voru feðgarnir Nicholas Rothero, 34 ára , og sonur hans Cory Rothero, 18 ára. Nicholas fékk 24 ára dóm og sonur hans 15 ára dóm en hann hefur afplánun á stofnun fyrir ungt fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu