Marcus Rashford framherji Manchester United hefur samið við Roc Nation um að sjá um hans mál.
Roc Nation er umboðsskrifstofa sem er i eigu rapparans Jay-Z en þeir hafa verið að safna að sér íþróttafólki.
Romelu Lukaku, Jerome Boateng og fleiri knattspyrnumenn eru komnir til liðs við stofuna.
Roc Nation er einnig stór þegar kemur að NFL og NBA leikmönnum en stofan reynir að stækka hóp sinn í heimi fótboltans.
Rashford er ein skærasta stjarna enska boltans en Roc Nation staðfesti komu hans í dag. Stofan hjálpaði Rashford mikið í síðustu viku þegar hann barðist fyrir máltíðum fyrir börn sem eiga ekki fjársterka foreldra. Ríkisstjórn Boris Johnson ætlaði að hætta að gefa máltíðir en Rashford náði að snúa þeirri ákvörðun við.