Bernd Leno, markvörður Arsenal, verður ekki eins lengi frá og búist var við í gær.
Það var jafnvel talað um að Leno hafi slitið krossband í leik gegn Brighton um helgina sem tapaðist 2-1.
Leno fór af velli í fyrri hálfleik eftir árekstur við Neal Maupay en það þurfti að bera Þjóðverjann útaf.
Arsenal hefur staðfest að meiðsli Leno séu ekki svo alvarleg og verður hann frá í fjórar vikur.
Það er þó ákveðinn skellur fyrir Arsenal sem er að berjast fyrir því að komast í Evrópusæti.