Leicester 0-0 Brighton
Leicester City mistókst að vinna Brighton á heimavelli í dag en liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Leicester er að berjast um Meistaradeildarsæti og er í ansi öruggri stöðu í 3. sæti deildarinnar, níu stigum á undan Manchester United í fimmta sæti.
Því miður fyrir áhorfendur voru engin mörk skoruð í leik dagsins sem lauk með markalausu jafntefli.
Neal Maupay reyndist skúrkur Brighton en hann klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik.