Gary Martin skoraði í kvöld sína aðra þrennu fyrir lið ÍBV en liðið lék við Tindastól í Mjólkurbikarnum.
Gary skoraði þrennu fyrr í mánuðinum gegn Grindavík og var aftur sjóðandi heitur í kvöld.
ÍBV var í engum vandræðum í Eyjum og skoraði sjö mörk gegn engu frá gestunum.
Fram tryggði sér á sama tíma sæti í næstu umferð en liðið lagði ÍR með þremur mörkum gegn einu.
ÍBV 7-0 Tindastóll
1-0 Jón Ingason
2-0 Jón Ingason
3-0 Gary Martin
4-0 Ásgeir Elíasson
5-0 Frans Sigurðsson
6-0 Gary Martin
7-0 Gary Martin
Fram 2-1 ÍR
0-1 Andri Már Ágústsson
1-1 Aron Snær Ingason
2-1 Aron Kári Aðalsteinsson
3-1 Magnús Þórðarson