Everton hefur staðfest sölu á Morgan Schneiderlin til Nice í Frakklandi. Hann hefur verið í herbúðum félagsins frá því í janúar árið 2017.
Louis van Gaal keypti Schneiderlin til Manchester United árið 2015 en áður var hann hjá Southampton. Franski miðjumaðurinn fann ekki taktinn á Old Trafford og Jose Mourinho seldi hann.
Hjá Everton fann Schneiderlin ekki sitt besta form, hann var talsvert meiddur. Carlo Ancelotti ákvað því að selja hann.
Schneiderlin er þrítugur en hann lék 88 leiki fyrir Everton og skoraði aðeins eitt mark fyrir félagið.
Nice í Frakklandi er undir stjórn Patrick Vieira en félagið hefur mikla fjármuni.