Það vakti reiði margra í gær þegar flugvél flaug yfir Etihad völlinn rétt áður en flautað var til leiks í leik Manchester CIty og Burnley í gær.
Flugvélin dró á eftir sér borða og á honum stóð „White Lives Matter Burnley“.
Leikmenn í úrvalsdeildinni hafa staðið saman eftir að deildin fór af stað á ný og bera nafn Black Lives Matter herferðarinnar á bakinu.
Darren Bent fyrrum framherji í boltanum var ekki sáttur í gær og benti á það Burnley væri ekki með neina svarta leikmenn og hefur fengið pistil fyrir að benda á það.
Dwight McNeill kantmaður Burnley á svartan faðir og lét Bent heyra það.
„Sem leikmaður af BAME uppruna þá finnst mér ummæli Darren Bent ekki merkileg, sérstaklega fyrir faðir minn sem er svartur og hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Hann hefur séð til þess að ég er sú persóna sem ég er,“ sagði McNeill
Bent hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og segist hafa sett færslu sína fram í reiði.