Valur og KR hafa tryggt sér sæti í næstu umferð Mjólkurbikars karla eftir leiki í kvöld.
Valur mætti smáliði SR klukkan 19:15 á útivelli og höfðu þeir rauðklæddu betur með þremur mörkum gegn engu.
Fyrrum markavélin Björgólfur Takefusa leikur með SR en hann klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór beint á markið.
KR var á sama tíma í engum vandræðum með Vængi Júpíters og skoraði Ægir Jarl Jónasson þrennu í öruggum 8-1 sigri.
Afturelding er þá einnig komið áfram eftir sannfærandi 3-0 sigur á Árborg.
SR 0-3 Valur
0-1 Sigurðuir Egill Lárusson
0-2 Lasse Petry
0-3 Aron Bjarnason
Vængir Júpíters 1-8 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason
1-1 Andi Morina
1-2 Stefán Árni Geirsson
1-3 Ægir Jarl Jónasson
1-4 Pablo Punyed
1-5 Ægir Jarl Jónasson(víti)
1-6 Ægir Jarl Jónasson
1-7 Jóhannes Kristinn Bjarnason
1-8 Kennie Chopart
Afturelding 3-0 Árborg
1-0 Alejandro Martin
2-0 Ívar Örn Kristjánsson(sjálfsmark)
3-0 Valgeir Árni Svansson