Manchester City vann mjög sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Burnley. Þeir Riyad Mahrez og Phil Foden voru heitir í gær og skoruðu báðir tvennu í 5-0 sigri.
Reynsluboltinn David Silva komst einnig á blað og var það nafni hans Bernardo sem lagði upp markið.
City varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik en Sergio Aguero fór þá meiddur af velli og er óvíst hversu alvarleg þau meiðsli eru.
Meiðslin eru þó það alvarlegt að Aguero var beint sendur til Barcelona þar sem Ramon Cugat mun skoða málið. Cugat er sá læknir sem Pep Guardiola treystir hvað best.
Líklegt er að Aguero verði frá í einhvern tíma en hann hefur hafið meðferð í Katalóníu.
As Pep Guardiola feared last night, Sergio Aguero suffered a knee injury during last night's game. Guardiola said it could rule him out for the season. Is being treated by Dr Ramon Cugat in Barcelona.
— Simon Stone (@sistoney67) June 23, 2020