Pablo Sarabia harðneitar því að hafa samið við Paris Saint-Germain vegna peningana en hann kom þangað frá Sevilla í fyrra.
Sarabia kostaði PSG 20 milljónir evra og gerði fimm ára samning við franska félagið.
Hann hefur síðan þá náð að festa sig á miðju liðsins og er ánægður með þær framfarir sem hann hefur tekið.
,,Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki að elta peningana. Það er mikilvægt en er aldrei aðalatriðið,“ sagði Sarabia.
,,Ef ég skrifa undir hjá PSG þá var það til að bæta mig. Ég vildi vinna titla og komast í spænska landsliðið. Það er það sem gerðist.“