Jan Vertonghen, leikmaður Tottenham, hefur samþykkt að leika með liðinu út tímabilið.
Vertonghen er 33 ára gamall en hann verður samningslaus í lok júní og má því fara frítt.
Vertonghen hefur spilað með Tottenham í sjö ár en hann kom til félagsins frá Ajax árið 2013.
Tímabilið á Englandi verður lengra en vanalega og ætlar Belginn að klára það áður en hann fer.
Allar líkur eru á að Vertonghen kveðji svo í kjölfarið en hann vill en hann vill reyna fyrir sér í öðru landi.