Matteo Guendouzi, leikmaður Arsenal, var í vandræðum eftir atvik sem átti sér stað um helgina. Guendouzi lék með Arsenal í 2-1 tapi gegn Brighton þar sem Neil Maupay skoraði sigurmark þess síðarnefnda á 94. mínútu.
Maupay hafði fyrr í leiknum brotið illa á Bernd Leno, markmanni Arsenal, sem þurfti að fara af velli.
Eftir lokaflautið þá missti Guendouzi hausinn aðeins og tók framherjann hálstaki.
Flestir áttu von á því að Guendouzi myndi fá bann en þar sem VAR tók málið fyrir og ekkert var gert, getur enska sambandið ekki sett hann í bann.
Can’t let Guendouzi leave this club. Only one with balls pic.twitter.com/rVfu4PG3vl
— Pacho #BlackLM (@AFCEddie) June 20, 2020