Matteo Guendouzi, leikmaður Arsenal, mun ekki fara í leikbann vegna atviks sem gerðist um helgina.
Guendouzi lék með Arsenal á útivelli gegn Brighton en liðið þurfti að sætta sig við 2-1 tap.
Neal Maupay skoraði sigurmark Brighton í blálokin en hann hafði áður meitt Bernd Leno, markvörð Arsenal sem fór af velli.
Eftir lokaflautið þá tók Guendouzi framherjann hálstaki og var mikill hiti í mönnum um stund.
Búist var við að Guendouzi myndi fara í leikbann fyrir hálstakið en enska sambandið ætlar ekki að refsa honum.