Antonio Conte, stjóri Inter Milan, hefur skotið létt á kollega sína Jurgen Klopp og Pep Guardiola.
Klopp er stjóri Liverpool og Guardiola er hjá City en þeir mættu Conte er hann var við stjórnvölin hjá Chelsea.
Conte er einn af fáum sem náði að vinna úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili í deildinni.
,,Hjá Chelsea þá vann ég deildina á mínu fyrsta ári og FA bikarinn á mínu seinna tímabili,“ sagði Conte.
,,Klopp hefur ennþá ekki unnið neitt á Englandi en þeim tókst loksins að vinna Meistaradeildina.“
,,Guardiola byrjaði ekki frábærlega og var jafnvel talað um að hann væri á förum eftir fyrsta tímabilið sem var titlalaust.“