Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, er hættur að ræða við vinsælasta knattspyrnuþátt Hollendinga.
,,Þetta er komið gott. Við, landsliðsmenn Hollands, munum ekki ræða við ykkur aftur,“ skrifaði Van Dijk á samskiptamiðla.
Ástæðan er sú að Johan Derksen, umsjónarmaður þáttarins, gerði grín að Black Lives Matter herferðinni sem allir ættu að kannast við.
Stöðin og þátturinn hafa fengið verðskuldaða gagnrýni vegna þess og er reiði á meðal Hollendinga þessa stundina.
,,Þetta er langt yfir strikið og ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Þetta gerist ítrekað. Þetta er komið gott,“ hélt Van Dijk áfram.
Van Dijk er fyrirliði hollenska landsliðsins og einn besti varnarmaður heims.