Gerard Pique segir að það verði erfitt fyrir liðið að vinna spænsku deildina á þessu tímabili.
Það eru nokkuð undarleg ummæli frá Pique en Barcelona er þremur stigum á undan Real Madrid á toppnum.
Real er þó með betri markatölu og á leik til góða en Barcelona er þó ennþá vel inni í baráttunni.
,,Það verður mjög erfitt fyrir okkur að vinna þessa deild því þetta er ekki bara undir okkur komið,“ sagði Pique eftir jafntefli við Sevilla.
,,Ég sé ekki Real Madrid missa stig miðað við síðustu daga, þetta verður mjög erfitt.“