Richarlison, leikmaður Everton, var eftirsóttur í janúarglugganum en hann greinir sjálfur frá þessu.
Samkvæmt Richarlison þá voru tvö stórlið á eftir honum, eitt frá Englandi og eitt á Spáni.
Everton hafði engan áhuga á að selja Brasilíumanninn og sætti hann sig við ákvörðun félagsins.
,,Það komu mörg tilboð á tímabilinu frá bæði Manchester United og Barcelona,“ sagði Richarlison.
,,Félagið vildi þó halda mér í hópnum og ég vildi ekki fara á miðju tímabili. Það er slæmt að yfirgefa liðsfélagana þannig.“