Mikael Silvestre, fyrrum leikmaður Manchester United, gagnrýndi Jamie Carragher eftir tap Arsenal gegn Manchester City á miðvikudag.
Carragher var í settinu hjá Sky Sports og hraunaði yfir David Luiz, leikmann Arsenal, sem átti slæman leik.
,,Við héldum öll það sama eftir að hann hrækti á knattspyrnuaðdáanda… Hann er kominn aftur og hrækir á leikmenn!“ sagði Silvestre á Twitter.
Carragher var settur í tímabundið bann af Sky á síðustu leiktíð er hann hrækti á bifreið fólks eftir tapleik Liverpool.
Dejan Lovren, leikmaður Liverpool, ‘like-aði’ færslu Silvestre eins og má sjá hér fyrir neðan.