Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur gefið í skyn að liðið muni kaupa enn frekar áður en næsta tímabil byrjar.
Chelsea hefur tryggt sér bæði Hakim Ziyech frá Ajax sem og Timo Werner frá RB Leipzig.
Lampard ræddi við blaðamenn eftir 2-1 sigur á Aston Villa í dag og vill sjálfur fá inn frekari liðsstyrk.
,,Það eru önnur svæði sem við gætum viljað styrkja á leiðinni. Það verða þó að vera leikmenn til staðar,“ sagði Lampard.
,,Við erum sannfærð um það að við getum fyllt þær holur sem þarf að fylla og bæta okkur.“