Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hans menn hafi verið heppnir gegn Everton í kvöld.
Everton og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í leik þar sem Everton fékk gullið tækifæri til að tryggja sigur undir lokin.
,,Þetta færi þeirra kom upp úr engu. Við vorum heppnir þarna en fyrir utan það þá stjórnuðum við ferðinni,“ sagði Klopp.
,,Við fengum ekki mörg færi en vorum við stjórnina – þeir fengu betri færi og það er þannig.“
,,Þetta var alvöru barátta. Bæði lið sýndu að þau skilja að þetta er grannaslagur – jafnvel án stuðnbingsmanna var þetta mjög ákafur og baráttuglaður leikur.“