Manchester United þarf á Paul Pogba að halda að sögn Patrice Evra, fyrrum leikmanns liðsins.
Pogba átti góða innkomu á föstudaginn og fiskaði vítaspyrnu í 1-1 jafntefli við Tottenham.
,,Ég ræði við Paul reglulega, hann gat ekki beðið eftir því að spila. Hann vildi komast í fótbolta. Hann lét eins og smábarn!“ sagði Evra.
,,Þetta var mjög mikilvægt fyrir Paul sem byrjaði ekki of vel. Sérstaklega þegar Bruno Fernandes kom þá sagði fólk að við þyrftum hann ekki lengur.“
,,United þarf Paul. Fólk þarf að hætta að bulla. United þarf Paul Pogba.“