Mark Schwarzer, fyrrum markvörður Chelsea, hefur gagnrýnt David de Gea, markmann Manchester United.
Roy Keane lét De Gea heyra það eftir leik við Tottenham á föstudaginn og er Schwarzer heldur ekki hrifinn af Spánverjanum þessa stundina.
,,Síðustu 18 mánuðina hefur De Gea gert ansi mörg mistök og það er ekki búist við því af markmanni í þessum gæðaflokki,“ sagði Schwarzer.
,,Hann er markmaður í heimsklassa og hann á ekki að gera fleiri en tvö mistök sem kosta mark á tímabili en hann hefur gert fleiri en það.“
,,Það kemur að því að þú ert með Dean Henderson að spila svo vel með Sheffield United og hann mun ekki sitja á bekknum.“