Aston Villa 1-2 Chelsea
1-0 Kortney Hause(43′)
1-1 Christian Pulisic(60′)
1-2 Olivier Giroud(62′)
Chelsea vann mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið hóf leik á ný eftir langt hlé.
Aston Villa var andstæðingur Chelsea á Villa Park og komst yfir í leiknum gegn gangi leiksins með marki Kortney Hause.
Staðan var 1-0 fyrir Villa eftir fyrri hálfleikinn en í þeim seinni gerði Frank Lampard breytingar.
Christian Pulisic kom inná sem varamaður og var fljótur að stimpla sig inn með jöfnunarmarki.
Ekki löngu seinna lagði Pulisic svo upp sigurmark á Olivier Giroud og vann Chelsea að lokum, 2-1.