Meiðsli Bernd Leno líta ekki vel út að sögn Mikel Arteta, stjóra Arsenal, en liðið tapaði 2-1 gegn Brighton í gær.
Brighton vann Arsenal 2-1 á heimavelli en Leno fór meiddur af velli eftir viðskipti við Neil Maupay í fyrri hálfleik.
Arteta segir að meiðsli Leno líti alls ekki vel út en hversu lengi hann verður frá er óljóst.
,,Þetta lítur ekki vel út en við vitum ekkert eins og er. Þetta var of langt frá mér,“ sagði Arteta.
,,Ég er viss um að Maupay hafi ekki reynt að meiða hann.“