Elma Aveiro, systir Cristiano Ronaldo, hefur skotið föstum skotum á Maurizio Sarri, stjóra Juventus.
Aveiro setti út Instagram færslu þar sem hún gagnrýnir leikstíl Sarri hjá Juventus en hann kom fyrir tímabilið.
Juventus lék gegn Napoli í úrslitaleik bikarsins á dögunum og tapaði í vítakeppni. Ronaldo var gagnrýndur fyrir hans frammistöðu í leiknum.
Elma kom þó bróður sínum til varnar og segir það ósanngjarnt að kenna honum um tapið.
,,Hvað meira geturðu gert? Elskan mín, þú getur ekki framkvæmt kraftaverk upp á eigin spýtur,“ sagði Elma.
,,Ég skil ekki hvernig þú getur spilað svona. Allavega, haltu hausnum uppi, þú getur ekki gert meira.“