Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, vill sjá félagið halda David Luiz á næstu leiktíð en hann er að verða samningslaus.
Það eru ekki allir sem vilja halda Luiz sem hefur ekki verið upp á sitt besta síðan hann kom frá Chelsea.
,,David Luiz átti hörmulegan leik gegn Manchester City því það voru engir stuðningsmenn á vellinum en nema hann sé að biðja um risalaun á Arsenal að halda honum,“ sagði Merson.
,,Hann er að verða samningslaus og ég yrði hissa ef hann fær nýjan samning. Ef hann er ekki að biðja um það há laun þá myndi ég halda honum.“
,,Þetta veltur allt á hvað hann er að biðja um. Ef hann vill fá 100 þúsund pund á viku þá fær hann það ekki. Ekki á þessum aldri.“