Gerard Pique, leikmaður Barcelona, viðurkennir að hann hafi verið í verulegum erfiðleikum í Manchester á sínum tíma.
Pique lék með Manchester United frá 2004 til 2008 áður en hann var seldur aftur til Barcelona.
Hann viðurkennir að hafa verið vandræðagemsi á þessum tíma en er kominn á annan stað í lífinu í dag.
,,Ég upplifði mjög svarta daga í þessari borg. Ég var tekinn á lögreglustöðina oftar en einu sinni,“ sagði Pique.
,,Það er best að fara ekki of mikið út í það, ég var ungur. Ég var þarna og ég var í raun enginn.“
,,Borgin er ekki eins slæm og sumir vilja meina, þó að hún sé ekki hljóðlát eins og ég hef heyrt.“