Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, er ekki besti varnarmaður heims að mati Richarlison, leikmanns Everton.
Van Dijk er af mörgum talinn sá besti í dag en Richarlison hefur nefnt þrjá sem hann telur vera betri.
Þessir leikmenn mætast á sunnudaginn er Liverpool heimsækir Everton í úrvalsdeildinni.
,,Fólk talar mikið um hann. Já, hann er frábær varnarmaður en ég hef komist framhjá honum,“ sagði Richarlison.
,,Hann var valinn einn af þremur bestu leikmönnum heims og átti frábært tímabil en að mínu mati eru til betri varnarmenn.“
,,Ég segi Thiago Silva, Marquinhos og Sergio Ramos.„