Lengjudeildin er farin af stað í karlaflokki en þrír leikir voru á dagskrá á þessum fína laugardegi.
Fram vann opnunarleik dagsins örugglega en liðið mætti Leikni F. á heimavelli og sigraði 3-0.
Gary Martin opnaði markareikninginn í deildarkeppni með ÍBV og skoraði fyrsta mark liðsins í 2-0 sigri á Magna.
Magni lék manni færri allan seinni hálfleik en Gauti Gautason fékk beint rautt spjald á 33. mínútu.
Víkingur Ólafsvík hélt þá einnig hreinu í sínum leik en liðið vann öruggan 2-0 heimasigur á Vestra.
Fram 3-0 Leiknir F.
1-0 Frederico Saraiva
2-0 Frederico Saraiva
3-0 Alexander Már Þorláksson
ÍBV 2-0 Magni
1-0 Gary Martin
2-0 Guðjón Ernir Hrafnkelsson
Víkingur Ó. 2-0 Vestri
1-0 Gonzalo Zamorano
2-0 Harley Willard