Watford 1-1 Leicester City
0-1 Ben Chilwell(90′)
1-1 Craig Dawson(93′)
Það var dramatík á Vicarage Road í Watford í dag er Leicester City kom í heimsókn í ensku úrvalsdeildiunni.
Bæði lið þurftu að sætta sig við eitt stig í leiknum en mörkin komu ekki fyrr en alveg í blálokin.
Ben Chilwell skoraði glæsilegt mark fyrir Leicester á 90. mínútu og virtist hafa tryggt liðinu sigur.
Þremur mínútum seinna í uppbótartíma þá skoraði Craig Dawson hins vegar fyrir Watford eftir hornspyrnu en hann klippti boltann fallega í netið.
Leicester er í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig og Watford í því 16. einu stigi frá fallsæti.