Brighton 2-1 Arsenal
0-1 Nicolas Pepe(68′)
1-1 Lewis Dunk(75′)
2-1 Neil Maupay(94′)
Arsenal mistókst að ná í mikilvæg stig í dag er liðið heimsótti Brighton í 30. umferð deildarinnar.
Brighton fékk á sama tíma mikilvæg stig í fallbaráttu en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Nicolas Pepe kom Arsenal yfir með fallegu marki í seinni hálfleik áður en Lewis Dunk jafnaði metin eftir klaufagang í vörn gestanna.
Það leit út fyrir að leiknum myndi ljúka með 1-1 jafntefli en Neil Maupay var á öðru máli.
Maupay tókst að tryggja Brighton sigur á 94. mínútu og þrjú gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni.