fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Vítaspyrna tryggði Manchester United stig í London

Victor Pálsson
Föstudaginn 19. júní 2020 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham 1-1 Manchester United
1-0 Steven Bergwijn(27′)
1-1 Bruno Fernandes(81′)

Það fór fram stórleikur á Englandi í kvöld er Tottenham tók á móti Manchester United í London.

Um var að ræða fyrsta leik liðanna eftir hlé og voru margir búnir að bíða spenntir eftir viðureigninni.

Leikurinn var góð skemmtun en Tottenham komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Steven Bergwijn en hann átti góðan sprett og þrumaði boltanum í netið.

Staðan var 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik en það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem United tókst að jafna.

Paul Pogba féll þá í vítateig Tottenham og nýtti Bruno Fernandes sér það og skoraði úr vítinu.

John Moss dæmdi svo aðra vítaspyrnu á Tottenham á lokamínútu leiksins og útlit fyrir að United gæti tryggt sér sigurinn.

VAR skoðaði þó atvikið og ákvað að taka dóminn til baka og engin vítaspyrna fyrir gestina.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur, 1-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hulk bætti met Neymar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sá eftirsótti svarar stuttu fyrir stórleikinn í kvöld – ,,Ég vil ekki horfa lengra fram í tímann“

Sá eftirsótti svarar stuttu fyrir stórleikinn í kvöld – ,,Ég vil ekki horfa lengra fram í tímann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ætlar óvænt að framlengja samninginn – Enn ekki spilað deildarleik

United ætlar óvænt að framlengja samninginn – Enn ekki spilað deildarleik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar
433Sport
Í gær

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Stuðningsyfirlýsing við stjórann

Stuðningsyfirlýsing við stjórann
433Sport
Í gær

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Í gær

Chelsea gerir samning sem vekur athygli – Er aðeins fyrir sjö leiki

Chelsea gerir samning sem vekur athygli – Er aðeins fyrir sjö leiki