Tottenham 1-1 Manchester United
1-0 Steven Bergwijn(27′)
1-1 Bruno Fernandes(81′)
Það fór fram stórleikur á Englandi í kvöld er Tottenham tók á móti Manchester United í London.
Um var að ræða fyrsta leik liðanna eftir hlé og voru margir búnir að bíða spenntir eftir viðureigninni.
Leikurinn var góð skemmtun en Tottenham komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Steven Bergwijn en hann átti góðan sprett og þrumaði boltanum í netið.
Staðan var 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik en það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem United tókst að jafna.
Paul Pogba féll þá í vítateig Tottenham og nýtti Bruno Fernandes sér það og skoraði úr vítinu.
John Moss dæmdi svo aðra vítaspyrnu á Tottenham á lokamínútu leiksins og útlit fyrir að United gæti tryggt sér sigurinn.
VAR skoðaði þó atvikið og ákvað að taka dóminn til baka og engin vítaspyrna fyrir gestina.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur, 1-1.